Fluga tekur þátt í baráttunni

Nýjasti liðsmaðurinn í baráttu Krabbameinsfélagsins er Krabbaflugan - hnýtt veiðifluga sem valin verður sigurvegari í fluguhnýtingarkeppni félagsins.

Krabbameinsfélag Íslands stendur nú fyrir fluguhnýtingarsamkeppni í fjáröflunarskyni og eru veiðimenn þegar farnir að huga að því að senda inn örsmáa fulltrúa sína í keppnina. Í gærkvöldi var til að mynda líf og fjör á fluguhnýtingarkvöldi Stangveiðifélags Reykjavíkur, en slík kvöld eru haldin hálfsmánaðarlega og eru opin öllum.

Hugmyndin er að þátttakendur hnýti sína eigin flugu og sendi til Krabbameinsfélagsins fyrir 19. mars. Flugan sem sigrar fer í fjöldaframleiðslu og verður seld í verslunum veiðihornsins til styrktar Krabbameinsfélaginu.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert