Mikilll hiti í Hruná

Hraunelfurinn rennur ofan í Hrunagil.
Hraunelfurinn rennur ofan í Hrunagil. mbl.is

Hruná var áætluð vera um 50-60°C heit í munna Hrunárgils þegar jarðvísindamenn voru þar síðdegis á laugardaginn var. Þeir gátu ekki haldið hendinni nema í 1-2 sekúndur í vatninu, svo heit var áin. Þá hafði hraunið runnið fram um 180 metra í gilinu frá því deginum áður. 

Ívar Örn Benediktsson skrifar um ferðina í Þórsmörk á síðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þegar vísindamennirnir komu í mynni Hrunagils um kl. 13.00 á laugardag var áin snarpheit um 800 metra frá enda hraunstraumsins í gilinu. 

„Vanir heitapottsmenn giskuðu á að hitastig Hrunár væri um 40-50°C,“ skrifar Ívar. Þeir fóru inn í gilið að enda hrauntungunnar. Áin rann þar meðfram nýrunnu hrauninu og gufaði mikið upp af því. Þegar vísindamennirnir komu til baka í mynni gilsins um kl. 15.30 hafði áin hitnað mikið eins og fyrr segir. „Ekki var hægt að halda hendinni ofan í nema i 1-2 sek. Vatnshitinn var, á að giska, kominn í 50-60°C.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert