Aldrei áður jafn mikil röskun á flugi í Evrópu

Gervihnattamynd sem sýnir ösku í háloftunum
Gervihnattamynd sem sýnir ösku í háloftunum Reuters

Aska úr eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur þegar haft áhrif á yfir fjögur þúsund flugferðir í norðurhluta Evrópu. Allt flug er bannað um Bretland, Írland og nánast alla Skandínavíu. Aldrei áður hefur flug raskast með viðlíka hætti, samkvæmt frétt BBC.

Allt flug er bannað um Bretland til klukkan 18 að staðartíma, 17 að íslenskum tíma, hið minnsta.

Allt flug um Ísland liggur einnig niðri og samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fyrr í dag þá hefur þetta áhrif á um tvö þúsund farþega félagsins í dag.

Á vef BBC kemur fram að margir þeirra sem ætluðu að fljúga innanlands á Bretlandseyjum hafi ákveðið að taka lest þess í stað. Aðrir hættu við ferðalag sitt og sinntu garðyrkju heimavið ef marka má ummæli eins farþega á flugvellinum í  Glasgow í Skotlandi en viðkomandi hafði ætlað sér að fara til Lanzarote á Kanaríeyjum.

Hér er hægt að fylgjast með hvar askan hefur áhrif

Allt flug er bannað um Bretland
Allt flug er bannað um Bretland Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert