Flóð rennur niður Gígjökul

Flóð er hafið í Gígjökli. Það virðist vera heldur minna en flóðið sem rann úr jöklinum í gær, en fólk í námunda við flóðafarvegina er beðið um að yfirgefa svæðið.

Kjartan Þorkelsson, sýslumaðurinn á Hvolsvelli, segir í samtali við mbl.is að vel sé fylgst með aðstæðum. „Það er ekki að sjá að þetta sé stórt [flóð],“ segir hann í samtali við mbl.is.

„Það er búið að vera mikið rennsli í nótt. Við erum að vonast til að þetta flæði nokkuð jafnt. Þá losnum við við stóru flóðin. Það verði jafnrennsli í þessu,“ segir hann ennfremur.

Vél Landhelgisgæslunnar mun brátt fljúga yfir svæðið og kanna aðstæður.

Enginn er í bráðri hættu.

Vefmyndavél Vodafone.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert