Hraunkleprar á gígbörmunum

Eldingar í gosmekkinum frá Eyjafjallajökli.
Eldingar í gosmekkinum frá Eyjafjallajökli. Árni Sæberg

Hraunkleprar hafa sest innan á gígbarmana í Eyjafjallajökli og kleprar hafa einnig slest á ísinn umhverfis þá. Þetta veldur gufustrókum. Kleprar úr sprengingum í gígnum náðu í um 1,5 - 3 km hæð um kl. 10:30 í morgun. Ekkert hraunrennsli var frá gígunum.

Þetta kom í ljós í flugi Landhelgisgæslunnar yfir gosstöðvarnar í morgun. Um borð í flugvélinni voru m.a. tveir sérfræðingar Veðurstofunnar, að því er segir á vef Veðurstofunnar.  Sunnar náðu öskuskýin í um 5-6 km hæð.

Nú er ákveðin norðanátt yfir gosstöðvunum og því hætt við öskufalli undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Litlar líkur eru taldar á öskufalli í Vestmannaeyjum, að sögn Veðurstofunnar. Í kvöld er spáð hægari vindi og  á morgun verður líklega hægviðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert