Vilja að við hættum hvalveiðum

ESB er á móti hvalveiðum.
ESB er á móti hvalveiðum. mbl.is/ÞÖK

Þýska þingið setur það skilyrði fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu að Íslendingar hætti hvalveiðum.

„Þýska þingið hefur með ákvörðun sinni 22. apríl 2010 lýst yfir fullum stuðningi við formlegar viðræður við Ísland sem miða að því að Ísland öðlist fulla aðild að ESB. En samtímis lýsti þingið því yfir að Ísland yrði að taka sig á hvað varðar verndun hvala í samræmi við alþjóða- og ESB-lög.“
Þetta segir í minnisblaði sem staðgengill þýska sendiherrans lagði fram á fundi með íslenskum embættismönnum í dag.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að íslensk stjórnvöld vilji taka þátt í starfi hóps sem vinnur að því að ná samkomulagi um málamiðlun um hvalveiðar, en Alþjóðahvalveiðiráðið kemur saman til fundar í Marakkó síðar í þessum mánuði. Hann segir að íslensk stjórnvöld geti ekki látið kröfur frá ESB trufla sig í þeirri vinnu.

Nánar í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert