Fugl setti flug úr skorðum

Iceland Express.
Iceland Express.

„Það fór fugl í hreyfil á einni af vélunum okkar á föstudaginn,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Express. Hún kveður að í kjölfarið hafi þurft að fara yfir hreyfilinn sjálfan og flugvélina og það hafi valdið töfum á nokkrum flugferðum.

„Það tekur alltaf smá tíma að vinda ofan af svona,“ segir Kristín. Segir hún að seinkun eins flugs geti haft keðjuverkandi áhrif á aðrar flugferðir þannig að þeim seinki einnig. Varð þetta raunin nú. Kveður hún að flug félagsins sé nú komið réttar skorður og að farþegar hafi verið látnir vita af gangi mála með sms-skeytum og tölvubréfum.

Mbl.is hafa borist fregnir af því að farþegar hafi þurft að bíða flugs til Bergamo á Ítalíu frá klukkan 14:00 í gær og fram yfir miðnætti án þess fá viðhlítandi skýringar á seinkuninni. Kristín kvaðst ekki kannast við málið.

Krían flýgur fugla lengst. Fuglinn á myndinni tengist málinu ekki …
Krían flýgur fugla lengst. Fuglinn á myndinni tengist málinu ekki beint. Páll Steingrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert