Leita bankaræningja á Facebook

Vegna rannsóknar á tilraun til ráns í Arion-banka í Árbæ …
Vegna rannsóknar á tilraun til ráns í Arion-banka í Árbæ í morgun óskar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir upplýsingum um mann sem sjá má á þessar mynd. Ef þú hefur upplýsingar hafðu samband í síma 444-1000. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja einstaklinga sem réðust inn í útibú Arion-banka í Hraunbæ í morgun. Fyrr í dag birti lögreglan myndir úr eftirlitsmyndavélum á Facebook-síðu lögreglunnar.

Þrír einstaklingar voru handteknir í kjölfar ránstilraunarinnar. Talið var að þeir byggju yfir upplýsingum um ræningjana. Þeim hefur nú verið sleppt.

Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðar yfirlögregluþjóns stendur rannsóknin enn yfir. Þrátt fyrir að ræningjarnir hafi ekki haft með sér neitt fé úr bankanum, þá mun málið vera rannsakað sem ránstilraun. Mennirnir brutu sér leið með grjóti. Slíkur verknaður getur varðar við 252. grein almennra hegningarlaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert