Kallar sveitarstjórnarmenn „klíkubræður“

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ef það hefur einhver efast um að það þurfi að minnka völd sveitastjórna á Íslandi þá hafa sveitastjórnarmenn á norðausturlandi rækilega sannað það,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, á Facebook-síðu sinni.

Hann vísar þar til áforma nokkurra sveitarfélaga á norðausturlandi um að kaupa jörðina Grímstaði á Fjöllum og leigja hana síðan til 40 ára til kínverska fjárfestisins Huang Nubo sem vill setja þar á fót ferðaþjónustustarfsemi.

„Þvílíkt brjálæði að örlítill hópur klíkubræðra í fámennum sveitastjórnum geti selt stóran hluta landsins til Kína,“ segir Þór ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert