Vindmyllurnar báðar á fullum krafti

Vindmyllurnar tvær setja mikinn svip á Þykkvabæinn.
Vindmyllurnar tvær setja mikinn svip á Þykkvabæinn.

Vindmyllur fyrirtækisins Biokraft ehf. í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu hafa báðar hafið raforkuframleiðslu en að sögn Steingríms Erlingssonar, framkvæmdastjóra Biokraft ehf., mun formleg raforkusala inn á landsnetið vonandi hefjast í næstu viku.

„Það er búið að setja vindmyllurnar saman og þetta er allt í góðum málum. Þær keyrðu báðar á fullum krafti í gær [sunnudag, innsk. blm.] og það gekk bara mjög vel,“ segir Steingrímur í Morgublaðinu í dag.

Þó svo að formleg raforkusala sé ekki hafin eru vindmyllurnar vel í stakk búnar til þess að framleiða rafmagn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert