Sigurvegari í karlaflokki sló met

Keppnin gekk vel fyrir sig.
Keppnin gekk vel fyrir sig. mbl.is/Golli

Lokakeppni sumarsins í kayakróðri sem fór fram fyrr í dag en þar keppt var um Íslandsmeistaratitilinn. Keppnin gekk mjög vel fyrir sig að sögn Egils Þorsteinssonar, formanns keppnisnefndar Kayakklúbbsins, en keppendur voru fimmtán talsins.

Keppt var með hefðbundnu sniði og var boðið upp á einstaklingskeppni í karla og kvennaflokki. Þá var keppt í tveimur bátaflokkum, flokki ferðabáta og keppnisbáta.

Í karlaflokki sigraði Eymundur Ingimarsson og bætti hann Íslandsmet og kom í mark á 2:09,36 klukkustundum. Til samanburðar má nefna að síðustu keppendurnir voru í rúmar þrjár klukkustundir að róa. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Eymunds en Ólafur Einarsson var í öðru sæti.

Í kvennaflokki sigraði Klara Bjartmarz og er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hennar.

Keppendur og áhorfendur voru afar heppnir með veður en sjórinn var rennisléttur að undanskildri tveggja metra öldu við Gróttu. Töluvert af fólki fylgdist með keppendum og tók á móti þeim við marklínuna. Þar af voru flestir meðlima Kayakklúbbsins sem eru 400 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert