Strætó ekki á Hverfisgötuna

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ekki kemur til þess í bili að strætisvagnar aki aftur um Hverfisgötu í Reykjavík, þrátt fyrir að endurbótum á efsta hluta hennar, sem nær frá Barónsstíg að Snorrabraut, sé nú að ljúka.

Gatan hefur á síðustu tveimur árum verið endurnýjuð frá Klapparstíg að Snorrabraut. Skipt hefur verið um lagnir, lýsing endurnýjuð og allt yfirborð götu og gangstétta. Þá er búið að setja hita í stéttir og fleira.

„Við viljum ekki breyta þeim leiðum sem vagnarnir aka eftir þar til lokið hefur verið að fullu við endurgerð Hverfsgötunnar,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert