Lögreglan á Austurlandi fær 10 milljónir

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Innanríkisráðherra hefur ákveðið að styrkja lögregluembættið á Austurlandi um 10 milljónir króna í kjölfar niðurstöðu úttektar sem ráðherra lét gera á rekstrarforsendum embættisins.

Úttektin leiddi í ljós að nauðsynlegt væri að efla lögregluna á Austurlandi.

Eins og greint var frá fyrr í kvöld, ákvað innanríkisráðherra að snúa við ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem var dómsmálaráðherra tímabundið, og láta lögregluembættið á Höfn í Hornafirði tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi.

Hornafjörður fór austur - og til baka

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert