Bílvelta á Hellisheiði

Frá Hellisheiði. Mynd úr safni.
Frá Hellisheiði. Mynd úr safni. Ómar Óskarsson

Kona var flutt til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi eftir að hún velti bíl sínum á Hellisheiði um kl. 11:30 í dag. Hún var ein á ferð en hvasst er, hált og skafrenningur á heiðinni þessa stundina. Lögreglan ráðleggur fólki að leggja ekki á hana nema á vel útbúnum bílum.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi kvartaði konan undan eymslum í baki og hálsi og var hún flutt með sjúkrabíl til aðhlynningar eftir veltuna.

Stormur er nú á leið yfir landið og samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er hálka á Hellisheiði en krapasnjór í Þrengslum. Hálka eða krapasnjór er í uppsveitum á Suðurlandi. Hálkublettir eru á Mosfellsheiði og krapasnjór á Lyngdalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert