Vandinn vex með hverjum degi

Svínaræktarfélag Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum af verkfalli dýralækna.
Svínaræktarfélag Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum af verkfalli dýralækna. mbl.is/Árni Sæberg

Svínaræktarfélag Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem slíkt verkfall hefur fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í dag. 

„Það er afar mikilvægt að deiluaðilar nái samningum til þess að verkföllum ljúki sem allra fyrst og lágmarka þannig þann skaða sem þau valda.

Vandinn vex með hverjum degi þar sem stöðugt þrengir að dýrunum á búunum með tilheyrandi vanlíðan þeirra. Fljótt stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra og því ljóst að íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir gríðarlegu tjóni,“ segir í ályktuninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert