Evruríkin hafa notið forgangs hjá AGS

Fáni Evrópusambandsins
Fáni Evrópusambandsins mbl.is/Ómar Óskarsson

Í nýrri skýrslu sem innra eftirlit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur sent frá sér kemur fram að fyrirgreiðsla sjóðsins við nokkur ríki innan Evrópusambandsins á síðustu árum er mun meiri en við önnur og vanþróaðri ríki.

Þannig er það rakið að á árunum 2011 til 2014 hafi 80% alls þess lánsfjármagns sem sjóðurinn veitti til þeirra 189 ríkja sem eiga aðild að honum runnið til þriggja ríkja. Þar er um að ræða Grikkland, Írland og Portúgal.

Þannig hafi stuðningur við hvert þessara ríkja numið tuttugufaldri þeirri fjárhæð sem kvóti stofnunarinnar gerir ráð fyrir að þau eigi rétt á, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Í skýrslunni er útlistað hvernig starfsmenn AGS hafi verið undir pólitískum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins og þeirra sem ljá sjóðnum lánsfjármagn til aðgerða sinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert