Allt of lítið og allt of seint

Þorsteinn Sæmundsson.
Þorsteinn Sæmundsson. mbl.is/Styrmir Kári

Stýrivaxtalækkun Seðlabankans upp á 0,5 prósentustig, sem tilkynnt var í morgun, er allt of lítil og kemur allt of seint. Þetta sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Sagði hann fréttirnar eftir sem áður jákvæðar.

Hvatti hann til þess að vísitala neysluverðs hér á landi væri aðlöguð því sem gerðist í nágrannalöndum og húsnæðisliðurinn tekinn út úr henni. Það hefði kostað fólkið í landinu verulegar fjárhæðir. Sagðist hann enn fremur vona að Seðlabankinn hefði öðlast kjark til þess að lækka vexti enn frekar enda væru þeir eftir sem áður of háir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert