Hanna Katrín nýr þingflokksformaður Viðreisnar

Hann Katrín Friðriksson, nýr þingflokksformaður Viðreisnar.
Hann Katrín Friðriksson, nýr þingflokksformaður Viðreisnar.

Hanna Katrín Friðriksson hefur verið kjörin þingflokksformaður Viðreisnar, en hún er oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og fimmti þingmaður kjördæmisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn.

Hanna Katrín er fædd í París árið 1964, en ólst upp í Reykjavík. Hún er með MBA gráðu í stefnumótun og breytingastjórnun frá Graduate School of Management, University of California og með BA gráðu í heimspeki og hagfræði frá HÍ.

Áður en  Hanna Katrín hóf stjórnmálaafskipti með Viðreisn var hún framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma. Hún hefur gegnt ýmsum stjórnunarstörfum undanfarna áratugi, meðal annars hjá Eimskip og Háskólanum í Reykjavík. Þá var hún aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra á árabilinu 2007-2009. 

Hanna Katrín hefur að auki gegnt fjölda trúnaðarstarfa, meðal annars fyrir íþróttahreyfinguna og menntamálaráðuneytið. Maki Hönnu Katrínar er Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novator. Dætur þeirra eru Elísabet og Margrét, fæddar árið 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert