Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið lokið

Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið lauk í dag um klukkan hálfþrjú en frumvarpinu var dreift á þriðjudaginn þegar þing kom saman í kjölfar þingkosninganna í lok október.

Frumvarpið fer til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til umfjöllunar og að lokinni afgreiðslu nefdnarinnar verður það tekið til annarrar umræðu. Lagafrumvörp þarf að ræða í þremur umræðum til þess að hægt sé að samþykkja þau endanlega.

Frumvarpið er lagt fram við sérstakar aðstæður í ljósi þess að engin ríkisstjórn er starfandi fyrir utan starfsstjórn sem hefur ekki meirihluta á Alþingi.

Hins vegar er talið mikilvægt að fjárlög verði samþykkt fyrir áramót þótt dæmi séu um í sögunni að dregist hafi fram á nýtt ár að afgreiða fjárlög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert