23,6 milljóna virðisaukaskattsbrot

Maðurinn er ákærður af embætti héraðssaksóknara.
Maðurinn er ákærður af embætti héraðssaksóknara. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa sem framkvæmdastjóri og aðaleigandi verktakafyrirtækis ekki staðið skil á virðisaukaskattsgreiðslum upp á 23,6 milljónir á árunum 2013 til 2014.

Maðurinn var 21 árs gamall þegar meint brot hófust. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald fyrir fyrirtækið bæði árin sem ákært er fyrir.

Í ákærunni segir að ekki hafi verið staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum að fjárhæð 11,5 milljónir árið 2013 og 12,1 milljón árið 2014.

Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert