Frostlaust víðast hvar á landinu

Frostlaust er á höfuðborgarsvæðinu og því ekki úr vegi að …
Frostlaust er á höfuðborgarsvæðinu og því ekki úr vegi að taka fram reiðhjólið. mbl.is/Golli

Spáð er sunnan 8-13 m/s og rigningu eða skúrum, en úrkomulitlu á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 7 stig. Norðaustanstrekkingur við norðvesturströndina á morgun, annars hægari vindur. Víða él, en þurrt norðaustan til á landinu. Heldur kólnandi veður.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Suðaustan 5-10 m/s, en norðaustan 10-15 við NV-ströndina. Yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi, annars víða él. Frost 0 til 5 stig, en hiti víða 1 til 5 stig við sjávarsíðuna.

Á fimmtudag:
Hægur vindur og úrkomulítið, en norðaustan 10-15 og él norðan til á Vestfjörðum síðdegis. Frostlaust við Suður- og Austurströndina, annars 0 til 10 stiga frost, kaldast í innsveitum.

Á föstudag:
Norðaustlæg átt. Slydda eða rigning og hiti 0 til 5 stig á SA-landi; snjókoma eða él og frost 0 til 7 stig í öðrum landshlutum.

Á laugardag:
Norðanátt og kalt í veðri. Snjókoma eða él, en þurrt á S- og SV-landi.

Á sunnudag:
Austanátt og snjókoma eða él, en úrkomulítið NA-lands.

Á mánudag:
Norðaustanátt. Úrkomulítið SV-lands, annars slydda eða snjókoma, en rigning á SA-landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert