Geri grein fyrir álagningu

Fjármálaeftirlitið hefur komið því á framfæri á heimasíðu sinni að engin sérstök lög eða reglur eru til um gjaldtöku vegna þjónustu fjármálafyrirtækja, eða svokölluð þjónustugjöld.

Verðlagning þeirra, líkt og annarra fyrirtækja, er frjáls, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þó er gerð krafa um skýrleika þeirra gjalda sem eru tekin fyrir veitta þjónustu og tekið fram að ef ekki er unnt að gefa upp nákvæmt verð skal með skýrum hætti gerð grein fyrir grundvelli útreikninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert