Búið að opna Reykjanesbrautina

Búið er að opna Reykjanesbrautina.
Búið er að opna Reykjanesbrautina. mbl.is/Golli

Búið er að opna fyrir umferð um Reykjanesbraut og Grindavíkurveg að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Einnig hefur verið opnað fyrir umferð um Kjalarnes. 

Aftakaveður hefur verið á Suðurlandi og suðvesturhluta landsins í dag. Veðrið er þó tekið að ganga niður á Reykjanesinu að sögn Veðurstofu Íslands, þó að enn sé verulega hvasst og þá eru skilin enn ekki gengin yfir á höfuðborgarsvæðinu. 

Vega­gerðin hef­ur lokað fjöl­mörg­um veg­um á land­inu í dag, m.a. veg­in­um um Sand­skeið, Hell­is­heiði, Þrengsli og eins Suður­lands­vegi á milli Hvolsvall­ar og Vík­ur í Mýr­dal. Þá hef­ur ekk­ert verið flogið inn­an­lands og taf­ir orðið á milli­landa­flugi vegna lokunar Reykja­nes­braut­arinnar.

Uppfært 16:30 Búið er að opna fyrir umferð um Suðurlandsveg að Þrengslum og um Þrengslin Áfram er lokað á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert