Jóhanna Long átti vinningstillögu Litku

Jóhanna Long átti vinningstillöguna, sem þótti skera sig úr hvað …
Jóhanna Long átti vinningstillöguna, sem þótti skera sig úr hvað varðar útlit og nytsemi. Ljósmynd/Litka

Myndlistarfélagið Litka hélt samkeppni meðal félagsmanna sinna í byrjun árs um hönnun á nýju auðkennismerki, eða lógói, fyrir félagið. Töluverður fjöldi tillagna barst í samkeppnina og var síðastliðinn þriðjudag tilkynnt að Jóhanna Long ætti vinningstillöguna. 

Þótti tillaga Jóhönnu skera sig úr hvað varðar útlit og nytsemi, en hún samanstóð af abstrakt formum í frumlitunum bláum, rauðum og gulum. Hönnuðurinn Þórunn Hannesdóttir hefur síðan verið fengin til liðs við Litku til að þróa notkun auðkennismerksins á breiðari grunni út frá tillögu Jóhönnu.  

Grunnlitir merkisins eru eins og fyrr sagði frumlitirnir rauður, blár og gulur. Rautt L er fyrir upphafstaf nafnsins Litka, blái grunnurinn vísar í félagið og guli pensillinn í fjölbreytileika listamannanna sem móta félagið. Merkið nýtur sín þó engu að síður einnig vel í svarthvítu.

Eftir afhendingu verðlaunanna hélt Bjartmar Guðlaugsson fyrirlestur um myndlist sína og tók lagið.

Rautt L er fyrir upphafstaf nafnsins Litka, blái grunnurinn vísar …
Rautt L er fyrir upphafstaf nafnsins Litka, blái grunnurinn vísar í félagið og guli pensilinn í fjölbreytileika listamannanna sem móta félagið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert