Fara yfir hlutverk nefndarinnar

Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær.
Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. mbl.is/Golli

„Það var rætt vítt og breitt um hvernig við gætum unnið þetta áfram,“ segir Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um fund nefndarinnar í morgun þar sem rætt var um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003.

Í framhaldinu ætlar nefndin að ræða við nefndarritara til þess að fara betur yfir hlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hvað hægt sé að gera og hvað sé eðlilegt að gera.

Nefndin fundaði einnig í gær vegna málsins.

Spurður hvort reynt verði að komast að eignarhaldi félagsins Dekhill, sem fékk greiddar 46,5 milljónir Bandaríkjadala af bankareikningi aflandsfélagsins Welling & Partners þremur árum eftir viðskiptin með eignarhlut ríkisins í Búnaðarbankanum, segir Brynjar að það sé ekki komið svo langt að ræða það. „Það er aukaafurð í þessari skýrslu en ef ég væri skattrannsóknarstjóri hefði ég mikinn áhuga á því.“

Brynjar Níelsson, til hægri, heldur á skýrslunni.
Brynjar Níelsson, til hægri, heldur á skýrslunni. mbl.is/Golli

Á Alþingi í dag sagðist Brynjar ekki telja tilefni til að efna til frekari rannsókna á einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka nema nýjar upplýsingar komi fram.

„Hvort það eitthvað í þessu máli gefur ástæðu til þess verður bara að koma í ljós,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert