Vafi á að auglýsingin standist lög

Fiskistofa auglýsti eingöngu eftir konum í störf veiðieftirlitsmanna.
Fiskistofa auglýsti eingöngu eftir konum í störf veiðieftirlitsmanna. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er æskilegt að óska eftir öðru kyninu eingöngu í atvinnuauglýsingum nema um sé að ræða störf sem einungis annað hvort kynið getur gegnt, eins og baðvarsla í sundlaugarklefum.

Fiskistofa afturkallaði í gær atvinnuauglýsingu sem birtist um helgina þar sem óskað var eftir konum til starfa í veiðieftirlit, í þeim tilgangi að jafna kynjahlutföll í starfsgreininni, með vísan í 26. grein jafnréttislaga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fiskistofa leitaði ráða hjá Jafnréttisstofu áður en auglýsingin var birt en þar eru jafnréttislög túlkuð á þann hátt að það sé heimilt að auglýsa eftir öðru kyninu þegar tilgangurinn er sá að draga úr kynjahalla. Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru lögin túlkuð á annan hátt og afturkallaði Fiskistofa auglýsinguna eftir ábendingu þaðan um að vafi léki á að auglýsingin stæðist lög.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert