Telur samninginn ásættanlegan

Sjúkrabíll við sjúkrahúsið á Blönduósi.
Sjúkrabíll við sjúkrahúsið á Blönduósi. mbl.is/Jón Sigurðsson

Samið var í kjaradeilu sjúkraflutningamanna og ríkisins vegna hlutastarfandi sjúkraflutningamanna síðdegis í dag.

Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segist telja að samkomulagið sé ásættanlegt en ekki megi gleyma að þetta sé í fyrsta sinn sem hlutastarfandi sjúkraflutningamenn fái kjarasamning.

Hann segist aðspurður telja að sex sjúkraflutningamenn í hlutastarfi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Blönduósi muni draga uppsagnir sínar til baka í kjölfar samkomulagsins en þær áttu að taka gildi á miðnætti ef ekki tækist að semja.

Stefán segir að næsta skref sé að kynna kjarasamninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert