Ljósleiðararúlla féll á manninn

Maðurinn var fluttur með þyrlu á spítala þar sem hann …
Maðurinn var fluttur með þyrlu á spítala þar sem hann var með opið lærbrot eftir að ljósleiðararúlla féll á hann. mbl.is/Sigurður Bogi

Maðurinn sem slasaðist í vinnuslysi skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka á Suðurlandi á laugardag er ekki í lífshættu. Ljósleiðarakefli féll á manninn með þeim afleiðingum að hann lærbrotnaði.

Lögreglan á Suðurlandi segir að slysið hafi átt sér stað þegar vinnumenn voru að leggja ljósleiðara á svæðinu. Mennirnir voru að lyfta kefli með ljósleiðaranum á í þar til gerðu tæki þegar bönd sem keflið hékk í slitnuðu með þeim afleiðingum að það lenti á manni sem studdi við það.

Mbl.is greindi frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði verið kölluð út á laugardagskvöld til þess að flytja manninn á spítala. Var hann með opið lærbrot en er ekki í lífshættu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert