Thomas Olsen mætti ekki í dómsal

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fyrir utan dómsal í dag.
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fyrir utan dómsal í dag. mbl.is/Eggert

Thomas Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, mætti ekki til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Verjandi hans, Páll Rúnar M. Kristjánsson, situr þinghaldið fyrir hans hönd.

Grænlenskum túlki hans, sem snaraði þinghaldinu jafnóðum yfir á grænlensku fyrir hann í gær, var af þeim sökum tjáð að hennar væri ekki þörf.

Búist er við að fjöldi manns beri vitni í dag í framhaldi af vitnaleiðslum gærdagsins. Meðal vitna í dag eru margir lögreglumenn, starfsmaður Securitas og þýski matsmaðurinn Urs Wiesbrock, svo dæmi séu tekin.

Bein lýsing mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert