Augun eins og krækiber

Skuggakönguló. Augun í tegundinni þykja dáleiðandi.
Skuggakönguló. Augun í tegundinni þykja dáleiðandi. Ljósmynd/Erling Ólafsson

„Augun eru nú ekki á stærð við krækiber, þó þau líkist þeim í útliti,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur, sem heldur úti Facebook-síðunni „Heimur smádýranna“.

Skuggakönguló (Marpissa muscosa) fannst í annað sinn á Íslandi á bensínstöð á Akureyri á dögunum og barst Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) þar sem Erling starfar. Um karlkyns eintak er að ræða. Áður hafði „glæsileg“ kerling fundist á fatagínu í verslun í Reykjavík árið 2012, segir á vef NÍ.

Skuggaköngulóin hlaut nafn sitt af Skugga, teiknimyndapersónu sem ávallt bar svarta grímu yfir augun. Köngulóin er með átta augu umhverfis höfuðið, með dökkri umgjörð sem líkist grímu, að sögn Erlings. Dýrin eru af ætt stökkköngulóa, loðin og um einn sentimetri að stærð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert