Safnaði 1,7 milljón fyrir Bleiku slaufuna

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins ásamt Ásu Gunnlaugsdóttur.
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins ásamt Ásu Gunnlaugsdóttur.

Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður hjá asa iceland afhenti í gær styrk upp á 1.750.000 kr. sem er afrakstur sölu á 200 silfurhálsmenum Bleiku slaufunnar í ár.

Silfurhálsmenið var til sölu hjá asa iceland, Meba, og um 20 gullsmiðum um land allt auk Krabbameinsfélaginu. Hálsmenið seldist upp á örfáum dögum en það var framleitt í takmörkuðu upplagi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu.

„Í samstarfi við Félag íslenskra gullsmiða hefur salan á silfurslaufum frá upphafi skilað hátt í 9 milljónum króna til átaksins. Þetta er í sjötta skiptið sem Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra gullsmiða taka höndum saman um samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar en sú hefð sem hefur skapast með samstarfinu er einstök á heimsvísu,“ segir í tilkynninguni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert