Atvinnuþátttaka minnkar og störfum í framleiðslu fækkar

Þróun atvinnuleysis á Íslandi frá aldamótum.
Þróun atvinnuleysis á Íslandi frá aldamótum.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur minni atvinnuþátttöku benda til að atvinnuleysi hafi náð lágmarki. Atvinnuleysi hafi aukist meðal erlendra ríkisborgara og mikill aðflutningur erlends vinnuafls náð hámarki.

„Við gerum ráð fyrir að það hægi verulega á þessum aðflutningi á næsta ári samhliða minnkandi eftirspurn eftir vinnuafli,“ segir Karl um horfurnar í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, bendir á að störfum hafi fækkað í framleiðsluiðnaði á Íslandi undanfarið. Það sé ein birtingarmynd þess að farið sé að hægja á hagkerfinu. Aukin opinber fjárfesting muni lítið fjölga störfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert