Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Lögreglan á Akureyri er með mál fjórmenninganna til rannsóknar, sem …
Lögreglan á Akureyri er með mál fjórmenninganna til rannsóknar, sem er grunaðir um líkamsárás og frelsissviptingu. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi.

Frétt mbl.is: Landsréttur staðfestir gæsluvarðhald

Rannsókn málsins stendur enn yfir, en ekki þykir þjóna rannsóknarhagsmunum að fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fjórmenningunum. Upphaflega voru sex menn handteknir í um­fangs­mikl­um aðgerðum lögreglu á Ak­ur­eyri fyrir um viku síðan. Yf­ir­heyrsl­ur leiddu til þess að tveim­ur var sleppt úr haldi.

Bergur segir í samtali við mbl.is að búið sé að ná utan um atburðarrásina, nú sé verið að vinna úr þeim gögnum sem hefur verið aflað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert