Var skilin eftir af Strætó í öðru hverfi

Strætó. Strætisvagn
Strætó. Strætisvagn mbl.is/Hjörtur

Stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin eftir ein að kvöldi til fyrir utan skólann sinn, þegar keyra átti hana á ball í félagsmiðstöðinni sem er í öðru hverfi. Móðir stúlkunnar, Áslaug Ósk Hinriksdóttir fjallar um málið á Facebook-síðu sinni.

„Ef það er einhverntímann sem ég verð reið og sár þá er það núna, það gjörsamlega sýður í mér,“ segir Áslaug Ósk og kveðst s.s. áður hafa tjáð sig um þá þjónustu sem fatlaðir fái hjá Strætó.

Að þessu sinni hafa Þuríður Arna, dóttir sín, ætlað að fara á ball í félagsmiðstöðinni sinni og var pöntuð fyrir hana akstursþjónusta. „Ég kveð stúlkuna. Hálftíma síðar fæ ég hringingu frá henni og fann að það var ekki allt í lagi sem ég spyr hana og nei það var ekki allt í lagi. Hún var skilin eftir fyrir utan skólann sinn í staðinn fyrir félagsmiðstöðina sem er í allt öðru hverfi, hún sagði samt við bílstjórann að hún ætti ekki að fara þangað en skiljum hana samt eftir,“ segir Áslaug Ósk í færslu sinni.  

Enginn hafi verið í skólanum á þessum tíma, hann hafi verið lokaður og læstur og komið myrkur í þokkabót. „Á heilbrigður maður að skilja barnið eftir þegar það segir annað, hefði ekki þá verið sniðugt að hringja í mig eða láta hana hringja í mig og ath þetta? Nei skiljum hana eftir þar sem ENGIN er.“

„Óafsakanleg alvarleg mistök“ 

Áslaug Ósk segist hafa orðið bæði hrædd og reið, en sem betur fer hafi stúlkan verið með símann sinn og getað hringt. „Ég hefði ekki boðið í hitt. Þegar ég sótti hana var hún að sjálfsögðu hrædd, miður sín og með frosnar tær.“

Spyr hún því næst hvernig þjónusta þetta sé. Bílstjórinn hafi vissulega að öllum líkindum fengið vitlausar leiðbeiningar frá þjónustuborðinu, en að hann hafi samt skilið hana þarna eina eftir þrátt fyrir að stúlkan leiðrétti hann. 

Reiðipósti sínum til Strætó hafi verið svarað með því að þarna hafi orðið „óafsakanleg alvarleg mistök hjá okkur í bókun á ferðinni”, sem beðist sé afsökunar á.

„Komi ekki fyrir AFTUR??? Hvað er svona búið að koma oft fyrir og Þuríður Arna er ekki eina tilvikið,“ segir Áslaug Ósk og kveðst því miður hafa heyrt af mörgum fleiri slíkum tilfellum.

 „Við erum að tala um mjööööög viðkvæman hóp sem ENGIN mistök mega koma.“ Hún sé verulega sár og reið fyrir hönd dóttur sinnar, sem eftir að hafa liðið illa um tíma hafi loks látið eftir sér að skella sér í félagsmiðstöðina, og þá komi þetta fyrir.

Pöntuð var akstursþjónusta fyrir stúlkuna sem ætlað að ball í …
Pöntuð var akstursþjónusta fyrir stúlkuna sem ætlað að ball í félagsmiðstöð sinni, en hún var síðan skilin eftir fyrir utan skóla sinn sem er í öðru hverfi. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert