Fyrstu lömb vorsins

Ærin bar þremur lömbum en eitt þurfti að setja í …
Ærin bar þremur lömbum en eitt þurfti að setja í fóstur. Ljósmynd/Sigurður Sigurbjörnsson/Búðardalur.is

Fyrstu lömbin þetta vorið, að minnsta kosti í Dalabyggð, komu í heiminn síðasta miðvikudag, þann 14. mars. Frá þessu er greint á vefnum Budardalur.is.

Ærin er í eigu Gísla Þórðarsonar bónda á Spágilsstöðum og bar hún þremur löndum. Eitt lambið vildi hún samþykkja, eins og það er orðað í fréttinni, og varð því að setja það í fóstur á annan bæ.

Á myndskeiðinu hér að neðan getur þú heyrt jarmið í lömbunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert