Hrólfur næst í Hörpu

Hrólfur Jónsson vinnur að undirbúningi tónleika í Hörpu 12. október …
Hrólfur Jónsson vinnur að undirbúningi tónleika í Hörpu 12. október í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðasti vinnudagur Hrólfs Jónssonar hjá Reykjavíkurborg var í gær. Hann komst á starfslokaaldur samkvæmt 95 ára reglunni (35 ára starfsaldur + lífaldur) fyrir nokkru og ætlar að snúa sér að ráðgjöf og tónlist.

„Þetta er ágætis tími til þess að breyta til og spreyta sig á öðrum vígstöðvum,“ segir hann.

Hrólfur hefur stofnað fyrirtækið 13 tungl og ætlar að markaðssetja sig sem ráðgjafa. Auk þess er hann að undirbúa tónleika í Hörpu 12. október nk., þar sem nýstofnuð hljómsveit hans ætlar að flytja 20 lög, þar af 15 eftir Hrólf, einkum blöndu af rokki og amerísku þjóðlagarokki.

„Ég hef samið um 40 lög og 25 til 30 texta og við höfum valið 15 þessara laga til þess að vinna með og endurútsetja,“ segir hann. Auk þess ætla þeir að flytja þrjú lög eftir Ragnar Jón, trommuleikara bandsins og son Hrólfs, og tvö tökulög.

Sjá samtal við Hrólf í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert