Ísland niður um 3 sæti

Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir þau ríki þar sem fjölmiðlar búa við mest frelsi. Ísland er í 13. sæti listans. Noregur er í efsta sæti og Svíþjóð í öðru en Danmörk fellur niður um 5 sæti og er í því níunda í ár. Finnland fer niður um eitt sæti og er í því fjórða en Holland er í því þriðja.

World Press Freedom-vísi­tala sam­tak­anna Fjöl­miðlar án landa­mæra fyr­ir árið 2018 var birt í nótt. Þar kemur fram að íslenskir fjölmiðlar búi við minna frelsi en áður vegna tengsla milli fjölmiðla og stjórnmálamanna.

Danmörk lækkar á listanum vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall síðasta sumar en dómur fellur í máli danska frumkvöðulsins Peter Madsen, sem ber ábyrgð á dauða hennar, í dag.

Frelsi fjölmiðla er minnst í Norður-Kóreu og víða má sjá áhrif frá leiðtogum ríkja á frelsi fjölmiðla. Má þar nefna Rússland, Kína, Víetnam og fleiri.

Skýrsluna má lesa hér 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert