„Óboðlegt íslensku lýðræði“

Ef Landsréttur fallist á áfrýjun Glitnis má búast við því ...
Ef Landsréttur fallist á áfrýjun Glitnis má búast við því að lögbannið muni vara fram á næsta ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er óboðlegt íslensku lýðræði að forræði á því að framlengja til lengri tíma bann á tjáningu og upplýsingagjöf til almennings um helsta áhrifafólk samfélagsins liggi hjá þrotabúi gjaldþrota banka,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá Stundinni og Reykjavík Media, sem send var út eftir að Glitnir HoldCo ákvað fyrr í dag að áfrýja dómi héraðsdóms í svokölluðu lögbannsmáli til Landsréttar.

„Lögbann á umfjöllun um hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra einhverra áhrifamestu aðila í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi mun halda áfram um ófyrirséðan tíma ef Landsréttur fellst á áfrýjunarbeiðni þrotabús hins gjaldþrota banka Glitnis, sem lögð var fram í dag,“ segir einnig í yfirlýsingunni.

Þar kemur jafnframt fram að líklegt sé, verði fallist á áfrýjun Glitnis HoldCo í Landsrétti, og síðar mögulega í Hæstarétti, að lögbannið muni vara fram á næsta ár.

Málið snýst um gögn inn­an út Glitni banka sem Stund­in og Reykja­vík Media hafa und­ir hönd­um um viðskipta­vini bank­ans og ritaðar voru frétt­ir upp úr. Umfjöllunin snerist að mestu leyti um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og fjölskyldu hans.

Glitn­ir HoldCo fór fram á lög­bann á notk­un gagn­anna sem sýslumaður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu samþykkti. Héraðsdóm­ur staðfesti hins veg­ar ekki lög­bannið með dómi sín­um þann 2. fe­brú­ar. Með því að áfrýja mál­inu mun lög­bannið áfram verða í gildi meðan málið verður rekið fyr­ir dóm­stól­um.

Lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um viðskipti forsætisráðherra, fjölskyldu hans hefur nú varað í 122 daga. Fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu hefur fordæmt lögbannið og hvatt til afléttingar þess til að tryggja rétt almennings til upplýsinga og frelsi fjölmiðla til tjáningar. Þá hefur Evrópuráðið hefur sett Ísland á válista vegna ógnar sem fjölmiðlafrelsinu stafar af íslenska ríkinu.

Lögbannið stangist á við lýðræði og frelsi

Í yfirlýsingu ritstjóranna er vísað í dóm héraðsdóms frá því í byrjun febrúar, sem komst að þeirri niðurstöðu að lögbannið væri ólögmætt. Sérstaklega var þar tekið fram að að lögbannið stangaðist á við lýðræði og frelsi.

„Með lögbanninu var einnig komið í veg fyrir að almenningur fengi frekari upplýsingar um þau mál sem fjallað var um af hálfu stefndu og þannig raskað grundvallargildum tjáningarfrelsisins um frjáls skoðanaskipti og rétti einstaklinga til að taka við upplýsingum og mynda sér skoðun á samfélagslegum málefnum. Lögbannið fól sem fyrr segir einnig í sér fyrirfram tálmun sem almennt þarf ríkar ástæður til að réttlæta. Í þessu sambandi verður jafnframt að hafa í huga að þegar lögbannið var lagt á voru einungis 12 dagar til þess að Alþingiskosningar færu fram 28. október. Ljóst er að rétturinn til frjálsra kosninga og frelsið til að tjá sig um stjórnmál eru ein af undirstöðum lýðræðislegs stjórnarfars. Þessi réttindi eru nátengd, enda er tjáningarfrelsi ein af nauðsynlegum forsendum þess að kjósendur í lýðræðissamfélagi geti tjáð hug sinn með því hvernig þeir beita atkvæðisrétti sínum. Af þeim sökum hefur verið talið sérstaklega brýnt að fólk hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar og miðla upplýsingum í aðdraganda kosninga.“

Ritstjórarnir segja ljóst að yfirstandandi, ólögmætt lögbann brjóti gegn réttindum íslensks almennings og blaðamanna. Það rýrir einnig traust á Íslandi sem lýðræðisríki á meðal vestrænna þjóða. „Loks er ljóst að ábyrgðin á skaðlegri virkni kerfisins gagnvart almannahagsmunum liggur hjá þeim stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum sem setja leikreglurnar á Íslandi. Íslenskir stjórnmálamenn og umbjóðendur þeirra, almenningur, standa frammi fyrir vali um það hvort Ísland fylgi vestrænni lýðræðishefð eða falli í annan flokk.“

Yfirlýsing ritstjóra Stundarinnar og Reykjavík Media í heild sinni:

Lögbann á umfjöllun um hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra einhverra áhrifamestu aðila í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi mun halda áfram um ófyrirséðan tíma ef Landsréttur fellst á áfrýjunarbeiðni þrotabús hins gjaldþrota banka Glitnis, sem lögð var fram í dag.

Líklegt er, ef fallist verður á áfrýjun Glitnis HoldCo í Landsrétti, og síðar mögulega í Hæstarétti, að lögbannið muni vara fram á næsta ár.

Ólögmætt lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um viðskipti forsætisráðherra, fjölskyldu hans og lykilstarfsmanna í hinum gjaldþrota banka hefur nú varað í 122 daga. Fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu hefur fordæmt lögbannið og hvatt til afléttingar þess til að tryggja rétt almennings til upplýsinga og frelsi fjölmiðla til tjáningar. Evrópuráðið hefur sett Ísland á válista vegna ógnar sem fjölmiðlafrelsinu stafar af íslenska ríkinu.

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í sex tilfellum komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamanna með því að dæma þá fyrir hegningalagabrot fyrir dómstólum.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. febrúar síðastliðinn, sem hafði þá niðurstöðu að lögbannið væri ólögmætt, er sérstaklega vakið máls á því hvernig lögbannið stangast á við lýðræði og frelsi:

„Með lögbanninu var einnig komið í veg fyrir að almenningur fengi frekari upplýsingar um þau mál sem fjallað var um af hálfu stefndu og þannig raskað grundvallargildum tjáningarfrelsisins um frjáls skoðanaskipti og rétti einstaklinga til að taka við upplýsingum og mynda sér skoðun á samfélagslegum málefnum. Lögbannið fól sem fyrr segir einnig í sér fyrirfram tálmun sem almennt þarf ríkar ástæður til að réttlæta. Í þessu sambandi verður jafnframt að hafa í huga að þegar lögbannið var lagt á voru einungis 12 dagar til þess að Alþingiskosningar færu fram 28. október. Ljóst er að rétturinn til frjálsra kosninga og frelsið til að tjá sig um stjórnmál eru ein af undirstöðum lýðræðislegs stjórnarfars. Þessi réttindi eru nátengd, enda er tjáningarfrelsi ein af nauðsynlegum forsendum þess að kjósendur í lýðræðissamfélagi geti tjáð hug sinn með því hvernig þeir beita atkvæðisrétti sínum. Af þeim sökum hefur verið talið sérstaklega brýnt að fólk hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar og miðla upplýsingum í aðdraganda kosninga.“

Það er óboðlegt íslensku lýðræði að forræði á því að framlengja til lengri tíma bann á tjáningu og upplýsingagjöf til almennings um helsta áhrifafólk samfélagsins liggi hjá þrotabúi gjaldþrota banka.

Ritstjórar Stundarinnar fengu tækifæri til að skila inn umsögn við nýframkomið frumvarp Pírata á Alþingi um breytingu á lögbannslögunum og færðu fram sjónarmið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um skaðleg áhrif núgildandi laga á starfsaðstæður blaðamanna og réttinn til upplýsinga.

Ljóst er að yfirstandandi, ólögmætt lögbann brýtur gegn réttindum íslensks almennings og blaðamanna. Það hefur einnig þær afleiðingar að rýra traust á Íslandi sem lýðræðisríki á meðal vestrænna þjóða. Loks er ljóst að ábyrgðin á skaðlegri virkni kerfisins gagnvart almannahagsmunum liggur hjá þeim stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum sem setja leikreglurnar á Íslandi. Íslenskir stjórnmálamenn og umbjóðendur þeirra, almenningur, standa frammi fyrir vali um það hvort Ísland fylgi vestrænni lýðræðishefð eða falli í annan flokk.

 

Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Jóhannes Kr. Kristjánsson

Jón Trausti Reynisson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Siglfirðingur vann 40 milljónir

13:57 Heppinn Siglfirðingur vann tæplega 40 milljónir skattfrjálst í lottói fyrir tveimur helgum síðan, en hann keypti miðann í verslun Olís á Siglufirði. Tilviljun réði því að miðinn var keyptur samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá, en kaupandinn var að fá sér að borða þegar hann tók eftir að potturinn stefndi í áðurnefnda upphæð og hann ákvað að kaupa miðann. Meira »

Ísland dýrasti áfangastaður Evrópu

13:51 Ferðamenn sem koma til Íslands greiða tæplega tvöfalt hærra verð fyrir vörur og þjónustu en að meðaltali innan Evrópusambandsins. Ísland er um þessar mundir dýrasta land Evrópu og að öllum líkindum einn dýrasti áfangastaður heims fyrir ferðamenn. Meira »

Styttist í aðkomu fjárfesta

13:32 Hjólin eru farin að snúast enn frekar hjá Hreiðari Hermannssyni, hótelstjóra Stracta Hotels, sem vinnur að því hörðum höndum að stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Hann á von á því að geta farið að bjóða fjárfestum að borðinu strax í næstu viku. Meira »

Ópal undir tíðu eftirliti MAST

12:18 Matvælastofnun hefur fylgst grannt með framleiðslu hjá Ópali sjávarfangi síðan í ljós kom að afurðir frá fyrirtækinu væru listeríusmitaðar og gera má ráð fyrir að fyrirtækið falli um framleiðsluflokk. Meira »

Enginn neyðist til að sofa úti

11:59 Það er forgangsmál hjá Reykjavíkurborg að leysa húsnæðisvanda þeirra sem eru án heimilis í Reykjavík. Að enginn neyðist til að sofa úti nema viðkomandi óski þess sjálfur, segir Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs. 38% þeirra sem komu á Vog árið 2017 höfðu ekki húsnæði til umráða. Meira »

Stakk gat á hjólbarða bifreiða

11:34 Maður var handtekinn í Reykjavík í morgun grunaður um að hafa stungið gat á hjólbarða á bifreiðum, en tilkynnt var um manninn á sjöunda tímanum í morgun. Hann var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Tíðindalítið úr þrotabúi WOW

11:27 Þrátt fyrir fjölda fyrirspurna til skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup á eignum úr þrotabúinu er lítil hreyfing á slíkum viðskiptum. Meira »

Ætla að reyna til þrautar

10:30 „Það er búið að skipuleggja fundi út daginn og eftir atvikum um helgina ef þörf krefur,“ segir Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Rafiðnaðarsam­bands Íslands og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, við mbl.is. Meira »

Til skoðunar að áfrýja

10:20 Forráðamenn Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell, rekstr­ar­fé­lagi Wiki­leaks, eru með það til skoðunar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi þeim 1,2 milljarða króna í bætur frá Valitor. Um er að ræða töluvert lægri bætur en tjónið var metið vera. Meira »

Góðar breytingar fyrir Borgarlínu, verri fyrir skólana

07:57 Í drögum að tillögu að breyttu aðalskipulagi á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð kemur fram að áform um breytta landnotkun og fjölgun íbúða muni styrkja uppbyggingu farþegagrunns Borgarlínu. Meira »

Stefndi að Skeifunni frá því hann kom í skólann

07:37 „Ég setti mér það markmið þegar ég kom í skólann að taka þessi verðlaun. Það er gömul hefð að keppa um Skeifuna. Mér fannst ég hafa bakgrunninn til að geta stefnt að því,“ segir Guðjón Örn Sigurðsson frá Skollagróf í Hrunamannahreppi sem fékk Morgunblaðsskeifuna afhenta í gær, á Skeifudegi hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri. Meira »

Norðanhret í vændum

07:20 Um miðja næstu viku er spáð norðanhreti og ljóst að það mun kólna talsvert frá því sem nú er. Segir veðurfræðingur að komandi maímánuður virðist engin undantekning frá því sem oft er - að það leggi í norðankulda í mánuðinum. Meira »

Hundruð í sóttkví

07:10 Hundruð nemenda og starfsmanna við tvo háskóla í Kaliforníu hafa verið settir í sóttkví vegna mislingafaraldurs sem þar geisar. Það sem af er ári hafa 695 smitast af mislingum í Bandaríkjunum og á heimsvísu hefur mislingatilvikum fjölgað um 300% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Meira »

Grunaður um brot á nálgunarbanni

06:42 Maður í annarlegu ástandi var handtekinn síðdegis í gær þar sem hann var í óleyfi í stigagangi fjölbýlishúss í hverfi 111. Maðurinn er grunaður um brot á nálgunarbanni og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Íslensk sulta í toppbaráttunni

05:30 Íslenski framleiðandinn Good Good náði á topp vinsældalista yfir mest seldu sulturnar hjá bandarísku vefversluninni Amazon nýverið. Meira »

Aukin aðsókn í Frú Ragnheiði

05:30 Heimsóknum til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð, fjölgaði um 38% á milli áranna 2017 og 2018. Heimsóknirnar voru 3.854 en einstaklingarnir að baki þeim 455. Meira »

Fundað um framkvæmd aðgerða

05:30 Unnið er í Stjórnarráðinu að undirbúningi þess að hrinda í framkvæmd 45 atriðum sem fram komu í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við samninga á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra hefur boðað til fundar hagsmunaaðila um miðjan maí til að fara yfir stöðu mála og ræða framkvæmdina. Meira »

Nýliðinn vetur var afar hlýr

05:30 Nýliðinn vetur telst vera afar hlýr, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í samantekt. Meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig, um 1,4 stigum ofan meðallags vetra síðustu 70 ára og 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu vetra. Hitavik eru svipuð á Akureyri. Meira »

Vara við notkun hættulegra leysihanska

05:30 Geislavarnir ríkisins vara við notkun á svokölluðum leysihönskum á vefsíðu sinni. Um er að ræða hanska sem útbúnir eru öflugum leysibendum sem geta valdið augnskaða með beinni geislun í auga og með endurvarpi á gljáandi fleti. Meira »
Bókhald
Bókari með reynslu úr bankageiranum og vinnu á bókhaldsstofu, getur tekið að sér...
Íbúð til leigu.
4ra herb með bílskúr og sér bílastæði til leigu að Arahólum., 111 Rvík. Laus 1...
Verktaki á sendibíl í öll verkefni
Hringið og fáið TILBOÐ...
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor. Taka allt að 100mm greinar. Upp...