Gera ráð fyrir talsverðum vexti í ám á höfuðborgarsvæðinu

Spáð er mikilli úrkomu frá því í kvöld og út …
Spáð er mikilli úrkomu frá því í kvöld og út helgina. mbl.is/Valli

Búist er við mikilli úrkomu á Suður- og Suðvesturlandi frá aðfaranótt laugardagsins og út helgina að sögn Veðurstofu Íslands. Úrkoman verður mest á vatnasviði Hvítár í Borgarfirði og Hvítár í Árnessýslu. Einnig má gera ráð fyrir talsverðum vexti í ám á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni, að einkum megi búast við miklum staðbundnum vatnavöxtum undir Eyjafjöllum og í Þórsmörk.

Úrkomuspáin kl. 6 í fyrramálið.
Úrkomuspáin kl. 6 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Úrkoma verður mikil við Jökulsá á Sólheimasandi og eru ferðamenn á því svæði beðnir um að sýna aðgát.

„Vatn gæti safnast upp meðfram vegum og því gæti flætt yfir þá, einkum á Mýrdalssandi, t.d. við Múlakvísl. Aukin hætta verður á skriðuföllum. Þar sem úrkoman er óvenjulega mikil ættu ferðalangar að sýna ýtrustu varúð á þessu svæði.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert