Landlæknir varar við sólinni í vætutíð

Íslendingar sækja í Nauthólsvík þegar veðrið er gott.
Íslendingar sækja í Nauthólsvík þegar veðrið er gott. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landlæknisembættið hefur nú birt tilmæli á heimasíðu sinni þess efnis að nú sé sá árstími þegar landsmenn flykkjast út til að njóta útiveru og sólar. Þá þyrfti fólk að hafa í huga að gæta sín á sólinni.

Athygli vekur að tilmælin skuli birtast nú, þegar sólskinsdagarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið margir það sem af er sumri.

Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Landlækni, segir að þótt sólin hafi ekki skinið skært í Reykjavík að undanförnu sé full ástæða til að minna fólk á að fara varlega. „Við erum dálítið sjálfmiðuð. Í Reykjavík er ekki gott veður en það er búið að vera mjög fínt fyrir norðan og austan, bara sól og blíða. Og í heiminum öllum náttúrlega, – það eru Íslendingar úti um allt, t.d. í Rússlandi.“

Á vef landlæknis er skjalið Verum klár í sólinni þar sem finna má ýmis góð ráð um hvernig megi verjast sterkum geislum sólarinnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert