Þrefalt fleiri markmannstreyjur selst

Hannes Þór Halldórsson og félagar fagna í Rússlandi.
Hannes Þór Halldórsson og félagar fagna í Rússlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðar Valsson, verslunarstjóri í Jóa útherja, telur að sala á íslensku markmannstreyjunni sé um þrefalt meiri en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum.

Að sögn Viðars er aðalástæðan fyrir aukinni eftirspurn vítaspyrnuvarsla Hannesar Þórs Halldórssonar í síðasta leik, en strax eftir þann leik fór salan á flug, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Lagerinn hjá okkur er nánast tómur og við eigum aðeins örfáar treyjur eftir,“ segir Viðar og bætir við að ný sending sé á leiðinni, en það er í fyrsta sinn sem panta þarf aðra sendingu af íslensku markmannstreyjunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert