Sigmar vinnur mál gegn Skúla í Subway

Sigmar Vilhjálmsson við aðalmeðferð málsins.
Sigmar Vilhjálmsson við aðalmeðferð málsins. mbl.is/Arnþór

Ákvörðun hluthafafundar Stemmu hf. þann 9. maí 2016 um að selja lóðarréttindi að Austurvegi 12 og 14, Holsvelli, til Fox ehf. var ógilt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar með var farið að kröfu Sjarms og Garms ehf. og Sigmars Vilhjálmssonar.

Sigmar og Sjarmur og Garmur stefndu Stemmu vegna deilna þeirra Sigmars og Skúla Gunnars Sigfússonar um ferðaþjónustuverkefni á Hvolsvelli. Sigmar var ósáttur við að tilboði Íslandshótela í lóðirnar upp á 50 milljónir króna hefði verið hafnað. Í stað þess var tilboði frá Fox ehf. og Þingvangi í aðra lóðina og kauprétt á hinni samþykkt. Til­boðið hljóðaði upp á 25 millj­ón­ir og 15 millj­ón­ir voru í kauprétt á hót­ellóð.

Stefnendur fóru fram á ógildingu sölunnar og greiðslu sakarkostnaðar af hálfu stefnda. Auk ógildingar héraðsdóms var Stemmu gert að greiða 4 milljónir króna í málskostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert