Rannsókn í Svalbarðseyrarmálinu á lokastigi

Rannsókn lögreglu er á lokastigi.
Rannsókn lögreglu er á lokastigi. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Rannsókn máls vegna vopnaðs manns á Svalbarðseyri er á lokastigi. Skýrslutaka yfir manninum fer fram síðar í dag og í framhaldinu verður metið hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald.

„Við erum að leggja lokahönd á að safna saman gögnum og það stendur til að taka skýrslu af honum núna um eða eftir hádegi og staðan verður metin í framhaldi af því,“ segir Jónas Halldór Sigurðsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is.

Skýrsla var tekin af manninum á laugardag og þá skýrðist hluti af atburðarásinni, segir Jónas sem telur lögregluna vera komna með góða heildarmynd á málið. „Hann verður yfirheyrður um hádegi þar sem restinni verður púslað saman,“ bætir Jónas við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert