Svamla um Kolgrafafjörð (myndband)

Ljósmynd/Sigurður Helgason

Um hundrað grindhvalir, sem höfðu orðið innlyksa í Kolgrafafirði, voru hraktir þaðan út á Breiðafjörð fram hjá Odd­bjarn­ar­skeri um 15 kíló­metr­a aust­ur af Flat­ey, þaðan sem þeir tóku stefn­una norðvest­ur.

Sigurður Helgason var á svæðinu og tók drónamyndbönd af torfunni þar sem hún svamlar um Kolgrafafjörð en undir lok myndbandsins sjást hvalirnir fyrir opnu hafi á Breiðafirði.

Sigurður er sérfróður um dróna en hann er framkvæmdastjóri DJI Reykjavík, drónaverslunar í miðbæ Reykjavíkur.

Aðgerðum lauk á miðnætti í nótt en þá sögðu björgunarsveitarmenn skilið við hvalina við Oddbjarnarsker og hefur ekki spurst til þeirra síðan.

Björgunarsveitarmenn sögðu skilið við hvalina við Oddbjarnarsker.
Björgunarsveitarmenn sögðu skilið við hvalina við Oddbjarnarsker. Kort/Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert