Sundhöllin ekki friðuð

Sundhöll Keflavíkur í Reykjanesbæ.
Sundhöll Keflavíkur í Reykjanesbæ. mbl.is/Sigurður Bogi

Minjastofnun Íslands telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til við menntamálaráðherra að friðlýsa Sundhöllina í Keflavík. Óskað hafði verið eftir áliti húsafriðunarnefndar á friðlýsingu hússins ef varðveisla þess yrði ekki tryggð skv. deiliskipulagi.

Þá var Hjörleifi Stefánssyni arkitekt falið að meta varðveislugildið. Nefndin fjallaði svo um málið fyrr í vikunni og segir hún mannvirkið hafa mikið gildi til varðveislu en niðurstaðan dugi þó ekki til þess friðunartillaga verði gerð.

Sundhöll Keflavíkur var tekin í notkun árið 1939 sem útilaug en það var Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, sem teiknaði yfirbyggingu sem var opnuð árið 1950. Húsið fór úr notkun árið 2006, að því er fram kemur í umfjöllun um mál laugarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert