Leggja til bann á rafrettum gegnum netið

Veipað á Laugaveginum.
Veipað á Laugaveginum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði í gær fram tillögur sem takmarka sölu á rafrettum. Á breytingin að taka gildi í júní á næsta ári og miðast við að banna sölu á rafrettum á netinu og að þær fáist eingöngu í verslunum.

Notkun á rafrettum í Bandaríkjunum hefur aukist um 78% á þessu ári meðal ungmenna. Einnig á að banna menthol-bragð í sígarettum.

„Í raun kemur þetta ekki á óvart, miðað við hve búið er að þrýsta mikið á stjórnvöld að taka þessa ákvörðun. Kannanir sýna að þetta er það sem meirihluti almennings vill,“ segir Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðvísindum, við Morgunblaðið en hún býr og starfar í Bandaríkjunum.

Hún var meðal fyrirlesara á fjölsóttu fræðslunámskeiði um rafrettur sem Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins stóð fyrir ásamt fleirum.

„Menn hafa komist að því að bragðefnin eigi stóran þátt í að unglingar ánetjist svo hratt rafsígarettum eins og við verðum daglega vitni að. Bæði líta unglingar svo á að rafsígarettur séu ekkert óhollari en að fá sér nammi og síðan koma bragðefnin í veg fyrir að börnin finni óþægindin af sjálfum nikótínvökvanum,“ segir Lára.

Í umfjöllun um fyrirkomulagið í Morgunblaðinu í dag segir hún, að börn og unglingar geti án eftirlits keypt sér rafrettur á netinu, ekki hafa reynst farsælt. „Við höfum oft heyrt dæmi þar sem börn niður í 12 ára kaupa þetta á netinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert