Veittu Umhyggju hálfa milljón í jólagjöf

Ómar og Regína við afhendinguna í gær.
Ómar og Regína við afhendinguna í gær. Ljósmynd/Aðsend

Securitas afhenti Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, 500 þúsund krónur í jólagjöf, en fyrirtækið ákvað í samvinnu við viðskiptavini sína að styrkja gott málefni fyrir hátíðirnar.

Eftir kosningu á meðal starfsfólks og viðskiptavina Securitas varð Umhyggja fyrir valinu, en félagið býður foreldrum langveikra barna meðal annars upp á sálfræðiþjónustu.

„Það er ekki sjálfsagt að fá gjöf sem þessa, við erum afskaplega þakklát og munum nota upphæðina í eitthvað þarft fyrir okkar félaga,“ sagði Regína Magnúsdóttir, formaður Umhyggju, við afhendinguna í gær.

Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segir alla geta lent í því að þurfa á stuðningi að halda. „Umhyggja hefur unnið öflugt starf og er félagið vel að þessari gjöf komið og vona ég innilega að hún nýtist vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert