Heita fundarlaunum fyrir bílinn

Bifreiðin er af gerðinni Land Rover Discovery.
Bifreiðin er af gerðinni Land Rover Discovery. Ljósmynd/Lögreglan

Eigendur bifreiðar af gerðinni Land Rover Discovery, sem stolið var frá Bjarnarstíg í Reykjavík í fyrrinótt, hafa ákveðið að veita 200 þúsund krónur í fundarlaun í von um að bíllinn finnist.  

Þetta staðfestir Soffía Sigurgeirsdóttir, eigandi bifreiðarinnar, í samtali við mbl.is.

Að hennar sögn hafa vegfarendur orðið bílsins varir í umferðinni nokkrum sinnum síðan tilkynnt var um stuldinn og látið lögreglu vita. Þrír menn hafa sést í og í kringum bílinn.

Bíllinn er svartur af tegundinni Land Rover Discovery og er með skráningarnúmerið TL-L94. Þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um hvar bíll­inn er niður­kom­inn eru vin­sam­leg­ast beðnir um að hafa sam­band við lög­regl­una í síma 112.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert