Kennsla fellur niður vegna veðurs

Björgunarsveitir eru í startholunum vegna veðurs. Mynd úr safni.
Björgunarsveitir eru í startholunum vegna veðurs. Mynd úr safni. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Skólahald liggur niðri í dag og á morgun á Norðvesturlandi vegna veðurs. Rauð viðvörun er í gildi vegna veðurs á Ströndum og Norðurlandi vestra frá klukkan fimm síðdegis og fram yfir miðnætti í kvöld.

Kennsla fellur niður í Menntaskólanum á Tröllaskaga í dag og á morgun en nemendur eru hvattir til að læra heima og hafa samband við kennara í gegnum netið.

Skólaakstur í Grunnskóla Fjallabyggðar fellur niður í dag vegna veðurs en þar mæta nemendur eins og venja er klukkan 8:30. Fram kemur í tilkynningu frá skólanum að það sé alltaf á höndum foreldra að meta aðstæður og taka ákvörðun um það hvort þeir sendi börn sín í skóla í vondu veðri.

Kennsla fellur niður í Þelamerkurskóla og sama gildir um Grenivíkurskóla og allt starf í grunn- og leikskólum Snæfellsbæjar fellur niður.

Skóli fellur enn fremur niður í dag í Varmalandsdeild og Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Hvanneyrardeild verður opin fram að hádegi en skólaakstur fellur niður og eru foreldrar beðnir um að sækja börn sín í skólann klukkan tólf.

Foreldrar eru beðnir að sækja börn sín strax og skóladegi lýkur á höfuðborgarsvæðinu og í leikskóla fyrir klukkan þrjú.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert