Jóhannes fullur iðrunar vegna símtals

Jóhannes Stefánsson.
Jóhannes Stefánsson. Skjáskot/Kveikur

Myndband hefur verið birt á YouTube þar sem Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarinn í Samherjamálinu, hótar fyrrverandi eiginkonu sinni og fleirum öllu illu.

Eiginkonan fyrrverandi tók myndbandið upp árið 2017, að því er Stundin greindi frá, en birti það ekki og enginn á hennar vegum. Hún hafi aftur á móti deilt því með Jóni Óttari Ólafssyni, starfsmanni Samherja, þetta sama ár ásamt nokkrum öðrum.

Fram kemur að Jóhannes hafi beðist afsökunar á framkomu sinni og að hún sé ekki ósátt við hann í dag. Hann segist hafa verið ölvaður og örvinglaður þegar símtalið átti sér stað.

Hvorki náðist í Jóhannes né eiginkonu hans fyrrverandi við vinnslu fréttarinnar en myndbandið var birt á nafnlausum aðgangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert